Nýr frjálsíþróttavöllur á Selfossi tekinn í notkun

Norðurlandameistaramót Í 10 km hlaupi fór fram samhliða Vormótinu. Finnar sigruðu bæði í karla- og kvennaflokki, en einn íslenskur keppandi var meðal þátttakenda, Hafdís Ýr Hafþórsdóttir.  Jarkko Hamberg kom fyrstur í mark á tímanum 30:35,90 mín. í karlaflokki. Mikil barátta var um annað sætið en Michael Nielsen frá Danmörku varð annar á 30:38,13 mín, 0,24 sekúndum á undan félaga sínum Morten Fransen. Í kvennaflokki voru átta keppendur og þar hafði Elina Lindgren frá Finnlandi nokkra yfirburði. Lindgren hljóp á 35:06,64 mín en önnur varð Louise Wiker frá Svíþjóð á 35:34,42 mín. Nina Chydenius frá Finnlandi varð þriðja á 35:45,79 mín. Ágæt umfjöllun er um mótið hér.
 
Haraldur Einarsson, Umf. Vöku, sigraði í 100 m hlaupi karla á 11,90 sek og hann sigraði einnig í 400 m hlaupi á 53,41 sek. Eva Lind Elíasdóttir, Umf. Þór, sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 13,77 sek og kúluvarpi, þar sem hún kastaði 10,63 m.
 
Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,60 m og hún hljóp ein til sigurs í 400 m grindahlaupi á 1:10,79. Agnes Erlingsdóttir, Umf. Laugdæla, sigraði í 400 m hlaupi kvenna á 1:06,16 mín. Hreinn Heiðar Jóhannsson, Umf. Laugdæla, sigraði í hástökki karla með 1,95 m og Bjarni Már Ólafsson, Umf. Vöku, sigraði í þrístökki, stökk 13,33 m. Eyrún Halla Haraldsdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í kringlukasti, kastaði 28,82 m og Dagur Fannar Magnússon, Umf. Selfoss, kastaði 46,55 m í sleggjukasti og sigraði. Þá sigraði gamla kempan Vigdís Guðjónsdóttir, Umf. Skeiðamanna, örugglega í spjótkasti kvenna með kast upp á 42,83 m.
 
Nýji völlurinn er glæsilegur og vallaraðstæður mjög góðar þó að veðrið hafi gert keppendum erfitt fyrir en stífur vindur var allan tímann sem mótið stóð yfir. Þrátt fyrir það voru sett vallarmet í öllum greinum, þó að þau verði líklega flest öll bætt fljótlega í sumar.

FRÍ Author