Nýr formaður kjörinn á 60. þingi FRÍ

Freyr Ólafsson var í dag kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands á 60. þingi sambandsins sem haldið var í Laugardal. Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir: Fríða Rún Þórðardóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir, Gunnar Svavarsson og Lóa Björk Hallsdóttir. Í varastjórn voru kosin Helgi Sigurður Haraldsson, Eiríkur Mörk Valsson, Björg Ágústsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Sonja Sif Jóhannsdóttir.
 
Freyr hefur undanfarin ár leitt uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Ármanns sem formaður og veitt Frjálsíþróttaráði Reykjavíkur forystu. Freyr tekur við formennsku af Einari Vilhjálmssyni, Ólympíufara með meiru.
 
Ný stjórn tekur við á stóru ári í frjálsum. Smáþjóðameistaramót fer fram á Möltu 11. júní, Evrópumeistaramót í Amsterdam 6.-10. júlí, Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri í Hafnarfirði 13.-14. ágúst og loks frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó 12.-21. ágúst."
 

FRÍ Author