Nýr Verkefnastjóri FRÍ

FRÍ hefur ráðið Helgu Guðnýju Elíasdóttur í sumarstarf Verkefnisstjóra sambandsins. Helga er á 3ja ári í  Heilbrigðisverkfræði í HR. Hún er góður hlaupari og sérhæfir sig í millivegalengdum og hefur í tvígang keppt fyrir íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum. Samfélagsmiðlar og hlaupaumsýsla verða efst á hennar lista auk tilfallandi verkefna. FRÍ býður Helgu hjartanlega velkomna til starfa.