Nýr Úrvalshópur unglinga birtur á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir Úrvalshóp unglinga 15-19 ára. Listinn gildir út árið 2017 og 2018. Listann má sjá hér.

Þeir sem eru á þessum lista voru aðeins valdir miðað við árangur sumarið 2017. Þeir sem ná lágmörkum á innanhúsmótum okt 2017 – mars 2018 verður bætt inn í hópinn að loknu innanhússtímabilinu í mars. Stefnt er að því að hafa æfingabúðir öðru hvoru megin við páska.

Gríðarlega góður árangur hefur náðst hjá frjálsíþróttafólkinu okkar í ár og nokkur aldurflokkamet sett.

Hér er listi yfir þau aldursflokkamet sem sett hafa verið hjá 15-19 ára unglingum í ár:

 1. Tiana Ósk Whitworth ÍR: 60 m innanhúss á 7,60 sek (Stúlknamet í flokki 16-17 ára)
 2. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR: 200 m innanhúss á 24,28 sek (Stúlknamet í flokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára)
 3. Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu: Kúluvarp (4,0 kg) innanhúss. Hún kastaði 13,90 m (Stúlknamet í flokki 16-17 ára)
 4. Sveit ÍR: (Tiana Ósk Whitworth ÍR, Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR, Dagbjörg Lilja Magnúsdóttir ÍR) 4×200 m boðhlaup innanhúss. Þær hlupu á 1:40,25 sekúndum (Stúlknamet í flokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára)
 5. Tiana Ósk Whitworth ÍR: 100 m hlaup utanhúss á 11,77 sek (+1,8 m/s) (Stúlknamet í flokki 16-17 ára, 18-19 ára, og 20-22 ára)
 6. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR: 200 m hlaup utanhúss á 24,13 sek (+0,3 m/s) (Stúlknamet í flokki 16-17 ára og 18-19 ára)
 7. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR: Hálft maraþon á 1:22,34 klst. (Stúlknamet í flokki 18-19 ára)
 8. Sveit Íslands: (Tiana Ósk Whitworth, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir) 4×100 m boðhlaup utanhúss. Þær hlupu á 46,56 sek (Stúlknamet í floki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára)
 9. Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu: Kúluvarp (4,0 kg) utanhúss. Hún kastaði 13,91 m (Stúlknamet í flokki 16-17 ára)
 10. Rut Tryggvadóttir ÍR: Sleggjukast (4,0 kg) utanhúss. Hún kastaði 49,30 m (Stúlknamet í flokki 16-17 ára)
 11. Baldvin Þór Magnússon: 3000 m hlaup utanhúss. Hann hljóp á tímanum 8:33,66 mín (Piltamet í flokki 18-19 ára)
 12. Mímir Sigurðsson FH: Kringlukast (1,75 kg) utanhúss. Hann kastaði 54,43 m (Piltamet í flokki 18-19 ára)

 

Við óskum þessum flottu krökkum til hamingju með frábæran árangur í ár og hlökkum til að fylgjast með þeim á næsta ári!