Nýr starfsmaður miðlunar

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ráðið Mörtu Maríu B. Siljudóttir í starf verkefnastjóra miðlunar. Marta er virk í frjálsum og æfir spjótkast hjá ÍR og hefur einnig þjálfað í ein sjö ár við góðan orðstír. Marta sem er frá Þorlákshöfn ólst upp í Danmörku og stundar nú nám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Ljósmyndun er hennar stóra áhugamál og hefur Marta verið sýnileg á frjálsíþróttamótun undanfarin ár og tekið myndir frá 14 ára aldri. Við bjóðum Mörtu velkomna til starfa.

Hún tekur við af Kristófer Þorgrímssyni en hann hefur formlega lokið störfum sem verkefnastjóri miðlunar hjá FRÍ. Sambandið þakkar honum frábært framlag og fagleg vinnubrögð og hefur hann sannarlega lyft fréttaflutningi FRÍ uppá nýjan stall.