Nýr listi yfir mæld og viðurkennd hlaup

Birtur hefur verið nýr listi á heimasíðu FRÍ yfir þau hlaup sem mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Listann má sjá hér.  Mæling á götuhlaupi gildir í 5 ár séu ekki gerðar breytingar á hlaupaleið.

Einnig er búið að birta nýtt umsóknarform sem hlaupahaldarar þurfa að fylla út fyrir mælingu á götuhlaupi. Umsóknarformið má sjá hér.

Við biðjum þá hlaupahaldara sem eru með útrunnin götuhlaup og vilja að hlaup sitt sé á listanum um að vinsamlegast fylla út umsóknarformið. Í framhaldinu verður þeim úthlutað mælingamanni á vegum FRÍ sem mun sjá um mælingu hlaupaleiðarinnar.