Nýjar keppnisreglur komnar út

Einnig er á sama stað hægt að nálgast reglurnar í enskri eða franskri útgáfu útgefnum af IAAF hér með krækju á heimasíðu IAAF.
 
Í inngangi að íslensku útgáfunni lætur Birgir þess getið að þetta sé í síðasta sinn sem hann sinni þýðingum og uppsetningu á keppnisreglum IAAF á íslensku.  Óhætt er að segja að baki öllum þessum útgáfum liggi óheimju mikil vinna sem öll hefur verið unnin í sjálfboðaliðavinnu að hans hálfu. Því er full ástæða til að vekja athygli á og þakka Birgi fyrir framlag hans til hreyfingarinnar á þessu sviði og öðrum.

FRÍ Author