Nýjar reglur um samkomutakmarkanir

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi 24.febrúar og fela þær í sér einhverjar tilslakanir þá aðalega þegar kemur að áhorfendum á íþróttaviðburðum. Reglur varðandi keppni og æfingar er að finna hér.

Heimilt er að hafa að hámarki 200 áhorfendur á íþróttaviðburðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Allir gestir eru sitjandi og ekki andspænis hver öðrum
  • Allir gestir eru skráðir 
  • Allir gestir nota andlitsgrímu
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1. metri
  • Komið sé í veg fyrir hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburði

Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 50 manna hámark í rými. Nauðsynlegt er að búið sé að reikna út stærð áhorfendasvæða og gera ráð fyrir rúmlega 2 mfyrir hvern einstakling.

Enn er 50 manna hámark á keppnissvæðinu og 50 manna hámark á ytra svæði. Töluverðan fjölda þarf til að keyra frjálsíþróttamót að auki bætast við keppendur og þjálfarar sem gefur lítið svigrúm fyrir áhorfendur.

Áhugasamir geta boðið fram krafta sína til starfa á mótinu, þeir geta haft samband við Írisi Berg verkefnastjóra á iris@fri.is.