Ný unglinganefnd

Unglinganefnd er stjórn FRÍ til ráðgjafar um málefni ungmenna FRÍ. Það sér um málefni og stefnumótun vegna unglingalandsliðs, afrekshóps ungmenna og úrvalshóps ungmenna í samvinnu við verkefnisstjóra unglingamála samkvæmt verklýsingu starfsins. Ráðið er ráðgefandi um lágmörk í afreks- og úrvalshópa ungmenna og sér í samvinnu við verkefnisstjóra unglingamála um æfingarbúðir samkvæmt verklýsingu starfsins. Nefndin er, ásamt Íþrótta- og afreksnefnd, stjórn FRÍ til ráðgjafar um val á unglingum sem keppa á alþjóðlegum mótum fyrir hönd FRÍ.
 
Nefndin verður kölluð saman til fundar við fyrsta hentuga tækifæri.

FRÍ Author