Ný íþróttamannanefnd FRÍ

Draga þurfti um nöfn þriggja einstaklinga sem hlutu jafnmörg atkvæði, sem skýrir töf á birtingu niðurstaðna kosninganna. Nefndin er skipuð fimm einstaklingum, ekki fleiri en einum úr hverju félagi og a.m.k. tveimur af hvoru kyni.
 
Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um málefni sem sérstaklega varða íþróttafólk og hag þess og vera stjórn FRÍ til ráðgjafar um þau mál sem hún fjallar um. Skv. reglum um íþróttamannanefndir EAA hefur nefndin ein heimild til að gera tillögu um frambjóðendur í íþróttanefndir sambandsins en kjör í nefndina fer fram á EM í Zurich eftir tvö ár.

FRÍ Author