Ný heimasíða FRÍ

Mest allt efni af gömlu síðunni er komið á nýja vefinn fyrir utan fréttir síðustu ára. Fréttirnar af gömlu síðunni munu ekki verða fluttar í nýja kerfið en aðgengi að gömlu síðunni verður frá nýju síðunni. Allar breytingar og innsetning á efni á síðuna mun verða mun auðveldara enda gamla síðan hönnuð í fyrstu kynslóðar veftóli.
 
Reikna má með því að myndir og video verði í meira mæli á FRÍ síðunni þar sem möguleg er að tengja video clip með einföldum hætti inn á síðuna. Vídeó áhugamenn ættu því að taka vídeóvelina með á völlin og safna þannig skemmtilegu myndefni sem setja má síðan inn á frí vefinn.
 
Næstu vikur verður unnið í vefnum og allt efni og meira til ætti að vera komið á sinn stað innan tíðar.
 
Vefsíðuhópurinn.

FRÍ Author