Ný heimasíða tekin í notkun

Í dag hleyptum við hjá FRÍ af stokkunum nýrri heimasíðu. Vonandi kunna notendur vel að meta breytingarnar. Síðunni er ætlað að þjóna enn betur lesendum okkar og þeirra margbreytilega áhuga og ástæðum fyrir að leita sér upplýsinga hjá FRÍ.

Þó við séum að reyna að gera vel er áreiðanlega eitthvað sem má betur gera. Við værum þakklát fyrir allar athugasemdir og ábendingar sem þið kunnið að hafa um betrumbætur og lagfæringar. Vinsamlegast sendið þær á heimasida@fri.is.

Fyrst um sinn verður mögulegt að nálgast gömlu heimasíðuna á slóðinni: http://gamla.fri.is