Ný dagsetning fyrir MÍ 11-14 ára utanhúss

Ný dagsetning hefur verið ákveðin fyrir Meistaramót Íslands 11-14 ára utanhúss. Mótið átti að fara fram 20. og 21. júní en vegna ástandsins og fjöldatakmarkana var ákveðið að öruggara væri að færa mótið til júlí.

Mótið mun því fara fram 4. og 5. júlí á Sauðárkróki.