Ný dagsetning fyrir Meistaramót Íslands

Stærsta mót ársins innanlands Meistaramót Íslands aðalhluti fer fram á Akureyri 11.-13. júní.
Upphaflega átti mótið að vera 25.-26. júní en vegna skyldusóttkvíar í kjölfar Evrópubikarkeppni landsliða sem er 19-20 júní með heimkomu 21. júní var ákveðið að færa mótið. Að öðrum kosti hefði flest okkar besta fólk ekki getað tekið þátt og mótið þar af leiðandi ekki á þeim gæðastaðli sem sómir MÍ.