Ný dagsetning fyrir HM

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum átti að fara fram 6. – 15. ágúst í Oregon, Bandaríkjunum árið 2021. En vegna frestunar á Ólympíuleikunum var ljóst að færa þurfti HM þar sem nýjar dagsetningar Ólympíuleikanna eru 23. júlí til 8. ágúst 2021.

World Athletics gaf það út í dag að HM mun fara fram í Oregon 15. – 24. júlí 2022. Sumarið 2022 verður því pakkað af stórmótum en átján dögum eftir að HM lýkur þá hefst EM í München í Þýskalandi og stendur yfir frá 11. – 21. ágúst. Þess á milli fara Sam­veld­is­leik­arn­ir fram í Birmingham á Englandi 27. júlí til 7. ágúst. Samveldisleikarnir fara fram á fjögurra ára fresti og þar er meðal annars er keppt í frjálsíþróttum.

Hér má lesa tilkynninguna frá World Athletics í heild sinni.