Ný ásýnd Frjálsíþróttasambands Íslands

Frjálsíþróttasamband Íslands kynnir nýtt auðkennismerki og ásýnd fyrir nýja tíma. Hver sem greinin er, hlaup, stökk eða kast, innan vallar eða utan, hvort sem menn eru afreksmenn eða byrjendur, þá snýst íþróttin okkar um að gera sitt allra besta, að bæta sig! Þetta endurspeglast í nýju merki.

Hönnuðir eru Anton Jónas Illugason og Simon Viðarsson. Ítarlegri upplýsingar um merkið frá hönnuðunum má lesa hér.