Norðurlandamótinu 19 ára og yngri lokið

Við eignuðumst því 2 Norðurlandameistara og eins og í fyrra þegar við eignuðumst 3 Norðurlandameistara þá eru þetta bara stelpur.
I fyrra vann Arna Stefanía Guðmundsdóttir 400m, Stefanía Valdimarsdóttir vann 400m grindahlaupið og Hulda Þorsteinsdóttir vann stöngina. VIð eigum því mjög flottar frjálsíþróttastelpur og verður gaman að fylgjast með þeim í kominni framtíð.
Fleiri aldursflokkamet voru slegin, Hilmar Örn Jónsson úr ÍR bætti metið í sleggjukasti 15 ára stráka. Þetta er mjög efnilegur strákur sem hefur mikinn metnað og mun örugglega koma ennþá sterkari á næstu árum.
Strákarnir í boðhlaupssveit Íslands í 4x100m bættu aldursflokkametið 18-19 ára en stelpurnar voru rétt við metið.
Mörg persónuleg met voru slegin og því frábær helgi að baki. Við megum vera stolt af því hvað við eigum mjög gott lið miðað við hvað við erum að senda ungt lið. Þá er bara að byggja ofaná þetta og halda ótrauð áfram.
 
 
 

FRÍ Author