Norðurlandamót Ungmenna 19 ára og yngri verður haldið í Espoo Finnlandi 29. – 30. ágúst.

Óskað verður eftir því að einn þjálfari þjálfara fari í ferðina frá þeim tveimur félögum sem flesta keppendur eiga þegar hópurinn liggur fyrir. Síðasti dagur til að ná árangri sem skapað getur þátttökurétt er 3. ágúst næstkomandi og hópurinn verður tilkynntur 3 dögum síðar. Fyrir þá frjálsíþróttamenn sem náðu lágmarki á EM 19 ára og yngri er 25.000 kr kostnaðarþátttaka eins og í öðrum landsliðsverkefnum en fyrir aðra er kostnaðarþátttaka 60.000 kr fyrir keppendann. Stjórn FRÍ óskar eftir því að félögin fari í sameiginlega fjáröflun vegna verkefnisins til að standa undir kostnaði.

FRÍ Author