Norðurlandamót Öldunga

Norðurlandamót öldunga fór fram í Svíþjóð síðustu helgi þar sem þrír íslenskir keppendur tóku þátt. Það voru þeir Stefán Ragnar Jónsson sem keppir í flokki 40-44 ára, Jón Bjarni Bragason sem keppir í flokki 45-49 ára og Jón H Magnússon sem keppir í flokki 80-84 ára.

Á fyrsta keppnisdegi keppti Jón H í þremur greinum. Hann kastaði sleggjunni 32,37 metra sem tryggði honum 3.sætið, hann kastaði lóðinu 12,78 metra og endaði í 4.sæti og spjótinu kastaði hann svo 24,27 metra sem tryggði honum einnig 4.sætið. Stefán Ragnar kastaði sleggjunni 36,17 metra og lóðinu 11,01 metra sem tryggði honum 2.sætið í báðum greinum. Jón Bjarni kastaði sleggjunni 42,71 metra og lóðinu 14,32 metra sem tryggði honum 1. sætinu í báðum greinum.

Á keppnisdegi tvö kepptu þeir Stefán Ragnar og Jón Bjarni í kúluvarpi og kringlukasti. Stefán kastaði kúlunni 11, 94 metra sem tryggði honum sigur og kringlunni kastaði hann 38,44 metra og skilaði það honum silfurverðlaunum. Jón Bjarni varpaði kúlunni 12,01 metra og kringlunni kastaði hann 42,39 metra sem dugði líka til sigurs í báðum greinum.

Á þriðja og síðasta keppnisdegi kepptu þeir allir þrír í kastþraut. Í því felst sleggjukast, kúluvarp, kriglukast, spjótkast og lóðkast, þrjár tilraunir í hverri grein og stig fyrir árangurinn. Jón H Magnússon endaði 3.sæti í sínum aldursflokki, Stefán Ragnar Jónsson 2.sæti og Jón Bjarni 1. sæti.