Íslenska liðið sem mun keppa á Norðurlandamóti unglinga 19 ára og yngri hélt út til Svíþjóðar í morgun. Mótið fer fram í Umea, Svíþjóð helgina 19.-20. ágúst nk.
Ísland og Danmörk tefla fram sameiginlegu liði og má búast við hörkukeppni.
Hér má sjá heimasíðu mótsins.
Hér má sjá keppendalistann.
Hægt er að fylgjast með keppendunum í gegnum Snapchat Frjálsíþróttasambandsins: fri-snap
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis á mótinu!
ÁFRAM ÍSLAND!