Norðurlandamót 19 ára og yngri fór fram um helgina

Norðurlandamót unglinga 19 ára og yngri fór fram í Umea í Svíþjóð um helgina.

Sameiginlegt lið Íslands og Danmerkur hafnaði í 4. sæti af 4 liðum sem kepptu á mótinu. Margir í íslenska liðinu voru að standa sig frábærlega og var mikið um persónulegar bætingar.

Hér er smá samantekt frá mótinu:

Fyrri dagur:

Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni bætti sinn fyrri árangur með því að fara yfir 4,70 m og hafnaði hann í 4.-5. sæti.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR keppti í 100 m, 200 m og 4×100 m boðhlaupi á fyrri degi og stóð sig mjög vel. Hún hafnaði í 6. sæti í 100 m hlaupinu og hljóp hún á tímanum 12,03 sekúndum (+0,5 m/s) sem er bæting hjá henni. Í 400 m hlaupinu hafnaði hún í 5. sæti og hljóp hún á tímanum 56,34 sekúndum.

Birna Kristín Kristjánsdóttir Breiðabliki bætti sig í 100 m hlaupi er hún hljóp á tímanum 12,54 sekúndum (+1,4 m/s).

Hildigunnur Þórarinsdóttir ÍR keppti í þrístökki. Hún bætti sig strax í fyrsta stökki þar sem hún stökk 11,90 m og hafnaði í 6. sæti.

Íslenska stúlknasveitin keppti í 4×100 m boðhlaupi og hafnaði hún í 2. sæti á tímanum 46,56 sekúndum sem er bæting á aldursflokkameti í flokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára sem sett var í fyrra. Sveitina skipuðu þær Tiana Ósk, Birna Kristín, Helga Margrét og Guðbjörg Jóna.

Seinni dagur:

Guðmundur Smári Daníelsson UMSE keppti í þrístökki og stökk hann 13,50 metra sem er hans besti árangur en þar sem vindur var yfir leyfilegum mörkum (+5,5 m/s) er stökkið ekki löglegt.

Mímir Sigurðsson FH var í góðum gír í kringlunni var varð í 7. sæti og kastaði 50,42m sem er bæting hjá honum. Í síðasta kastinu kastaði Mímir vel yfir 51,50 m en dómari sagði hann hafa gert ógilt strax í upphafi kastsins.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR gerði sér lítið fyrir og varð 2. sæti í 200 m hlaupi á tímanum 23,87 sek, en gildandi Íslandsmet í kvennaflokki er 23,81 sek í eigu Guðrúnar Arnardóttur. Vindur í hlaupinu var hinsvegar of mikill, eða +2,9 m/s. Tiana Ósk Whitworth ÍR varð í 8. sæti í hlaupinu á 24,56s.

Hilda Steinunn Egilsdóttir FH varð í 7. sæti í stangarstökki er hún stökk yfir 3,50 m.

Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki varð í 6. sæti í langstökki er hún stökk 5,62 m (+3,5 m/s).

Hér má sjá öll úrslit mótsins.