Norðurlandameistari í 800m ungkvenna

Aníta Hinriksdóttir ÍR var að hlaupa úti á NM 19 ára og yngri í 800m og gerði sér lítið fyrir og vann hlaupið á tímanum 2:08,64mín. Þetta er frábær árangur sérstaklega þegar við horfum á aldurinn því Aníta er aðeins fædd árið 1996 og því að keppa við stelpur sem voru allar 2 eða 4 árum eldri en hún. Þetta er rétt við íslandsmetið í hennar aldursflokki sem Rut Ólafsdóttir á frá því árið 1979 en það er 2:06,7mín.Geta má þess einnig að íslandsmetið 18-19 ára er 2:06,22mín og er hún ekki langt frá því heldur.
 
 Frábær byrjun hiá Íslenska hópnum úti. Sendum bestu kveðjur út til þeirra og fleiri úrslit koma seinna í dag en hægt er að fylgjast beint með úrslitunum laugardagsins á heimasíðu mótsins

FRÍ Author