Norðurlandameistaramót í Kaplakrika stendur nú yfir

Rétt í þessu var kringlukasti kvenna að ljúka en Thelma Lind Kristjánsdóttir lenti í fjórða sæti, kastaði 43,61. Sigurvegari var Anna Karlsson frá Svíþjóð með kast uppá 45,96. Þá lenti Þórdís Eva einnig í fjórða sæti í 400 metra hlaupi kvenna á tímanum 56,07. Karoline Daland frá Noregi sigraði á tímanum  55,10. Hægt er að skoða önnur úrslit dagsins hér http://thor.fri.is/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=U20NM2016 Mótinu lýkur í dag kl. 15:45 en seinni dagur hefst klukkan 10:20 á morgun.

FRÍ Author