Norðurlandameistaramót öldunga í Laugardalshöll um helgina

Flestir keppendur eru frá Íslandi eða 71, 69 koma frá Finnlandi, 66 frá Noregi, 40 frá Svíþjóð og 18 frá Danmörku. Keppt er í fimm ára aldursflokkum, yngsti aldursflokkur er 35-39 ára og elstu keppendur eru í aldursflokki karla 90-94 ára, en elsti keppandi mótsins er Haraldur Þórðarson en hann verður 92 ára á þessu ári.
Næstelsti keppandinn kemur frá Finnlandi, en hann er fæddur 1918 og verður því 90 ára á þessu ári.
 
Þetta er fjölmennasta mót með erlendum keppendum sem fram hefur farið í nýju Laugardalshöllinni til þessa.
Mótið verður sett kl. 18:00 á föstudaginn og keppt til kl. 20:30. Á laugardaginn verður keppt frá kl. 10:00-16:20 og á sunnudaginn frá kl. 09:30-16:00.
 
Nánari upplýsingar um mótið s.s. tímaseðill, keppendalistar og leikskrá eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author