Norðurlandameistaramót í fjölþrautum í Kópavogi um helgina

Sveinbjörg verður að teljast líkleg til verðlauna, en hún á næstbestan árangur keppenda í flokki 21-22 ára, 5479 stig. Hún fær væntanlega verðuga keppni frá Fridu Thorsås frá Noregi sem á best 5533 stig.
 

Að auki mæta tveir ungir Írar til leiks og keppa sem gestir á mótinu.
 
Keppnis hefst kl. 9:15 á laugardag og kl. 10 á sunnudag stendur fram eftir degi báða dagana. Mótinu lýkur um kl. 17 á sunnudag með verðlaunafhendingu. Tímaseðil og nánari upplýsinga um keppendur má sjá hér.
 
Athygli vekur að það eru bræður og synir Jóns Arnar Magnússonar Íslandsmethafa í tugþraut sem keppa og mun annar þeirra, Tristan Freyr, m.a. etja kappi við Artur Hämälïnen frá Finnlandi, en faðir hans Eduard atti kappi við Jón Arnar á árum áður. Eduard fylgir syni sínum og öðrum í finnska liðinu sem þálfari.

FRÍ Author