Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri hefst á morgun – Keppendur streyma til landsins

Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri verður haldið um helgina. Keppnin hefst kl. 12:45 á morgun. Þegar eru svíarnir og finnarnir komnir til landsins en norðmennirnir og danirnir koma um kaffileytið. Eitthvað af íþróttamönnunum taka létta æfingu í Kaplakrika á eftir. Tæknifundur verður haldinn seinni partinn og síðan fá allir kvöldverð í Kaplakrika. Fjörið hefst síðan á morgun. Ætlar þú að kíkja við í Kaplakrika?

FRÍ Author