Norðurlandameistaramót í Víðavangshlaupum

Frjálsíþróttasamband Íslands hyggst senda keppendur á Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupum sem fer fram í Heinola í Finnlandi þann 10.nóvember. Áhugasamir hlauparar eru beðnir um að tilkynna áhuga sinn í síðasta lagi 20.október með tölvupósti á langhlaupanefnd@fri.is. Valið verður síðan tilkynnt 1.nóvember

Langhlaupanefnd FRÍ bendir á leiðbeiningar og viðmið um val á keppendum sem finna má á eftirfarandi slóð:  http://fri.is/leidbeiningar-og-vidmid-vardandi-val-a-landslidi-islands-i-vidavangshlaupum/

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.friidrott.se/docs/Inbjudan_VNM_terrang_2019.pdf