Norðurland í þriðja sæti í kvennaflokki í Bikarkeppni FRÍ

Lið Norðurlands varð í þriðja sæti í kvennaflokki í Bikarkeppni FRÍ sl. laugardag, en lið Noðurlands og lið Breiðabliks hlutu jafnmörg stig í keppninni, 48. Reglur kveða á um að ef lið séu jöfn, þá skal skoða hvort lið á fleiri 1. sæti í keppninni. Bæði lið hlutu þrjú fyrstu sæti, svo þá þurfti að ákvarða hvort lið hlyti 3. sætið með því að nota stigatöflu IAAF, þannig að samanlagður árangur í öllum greinum var reiknaður út. Þá fékkst sú niðurstaða að lið Norðurlands hlaut 9329 stig og lið Breiðabliks hlaut 8982 stig. Lið Norðurlands hlýtur því 3. sætið og fær afhentan bikar í tengslum við MÍ 11-14 ára um næstu helgi.
 

FRÍ Author