Nordic Congress Oslo: Ísland heldur Norðurlandameistaramótið innanhúss 2018

Ljóst er að mikil frjálsíþróttaveisla mun verða innanhúss á Íslandi næstu árum eins og verið hefur og að innanhússtímabilið 2018 mun verða umfangsmeira en nokkru sinni – glæsilegt tækifæri fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands til að sýna samtakamátt sinn í verki við skipulagningu á  frjálsíþróttamóti innanhúss á háu getustigi. Góð framkvæmd og umgjörð FRÍ og RIG-nefndarinnar á RIG 2015 g 2016, samkvæmt skýrslu frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA), skipti máli í umræðu dagsins og um endanlega samþykkt fyrir því að Frjálsíþróttasamband Íslands verði fullgildur mótshaldari á Norðurlandameistaramóri Norðurlandanna innanhúss á fjögurra ára fresti til framtíðar. Flottur dagur fyrir Íslenskt frjálsíþróttastarf.
 
Skýrsla EAA um framkvæmd og umgjörð RIG 2016 er hér að neðan. Í skýrslunni er að finna athugasemdir um búnað í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem þörf er á að endurnýja og mikilvægt að hlutaðeigandi aðilar láti sig þau mál varða tímanlega. 
 
Skýrsla EAA um RIG 2016 – sjá hér
 
Umræða IAAF um helgina  um lyfjamisferli Rússa  kom til umræðu á formannafundi Norðurlandanna í Osló  og í kjölfar umræðu var yfirlýsing samþykkt og opinberuð  – sjá hér

FRÍ Author