Nordic Cross Country Championships 2018

Norðurlandameistaramótið í Víðavangshlaupum fer fram laugardaginn 10.nóvember á tjaldstæðinu í Laugardal. Keppt verður í fjórum flokkum: karlar og konur, stúlkur og piltar undir 20 ára en einnig fer fram sveitakeppni hlaupahópa sem hefst klukkan 11:00.

Mótið hefst klukkan 12:00 en fyrstir á braut eru U20 stúlkur og næst U20 piltar. Klukkan 13:10 hleypur síðan kvenna flokkurinn og síðast eru það karlarnir.

Það er frítt inn svo fjölmennum og styðjum okkar fólk!