Um helgina fer fram Norðurlanda- og Eystrasaltslandameistaramótið fyrir 20-22 ára. Mótið fer fam í Gävle í Svíþjóð og verða sjö Íslendingar meðal keppenda. Auk Íslands senda Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Eistland keppendur á mótið. Íslendingar senda sterkan hóp á mótið, þar á meðal eru tveir Íslandsmethafar. Thelma Lind Kristjánsdóttir sem bætti Íslandsmetið í kringlukasti fyrr í sumar og Vigdís Jónsdóttir sem á Íslandsmetið í sleggjukasti. Í hópnum er einnig Hilmar Örn Jónsson sem keppti á HM í London síðasta sumar.
Heildarlisti íslenskra keppenda:
- Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik, langstökk og kúluvarp
- Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR, kringlukast og kúluvarp
- Andrea Torfadóttir, FH, 100 metra spretthlaup
- Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS, hástökk
- Vigdís Jónsdóttir, FH, sleggjukast
- Hilmar Örn Jónsson, FH, sleggjukast
- Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, spjótkast