Nokkur aldursflokkamet féllu í dag á Norðurlandamóti unglinga í Växjö, Svíþjóð

Aníta Hinriksdóttir spreytti sig í 2000m hindrunarhlaupi og gerði sér lítið fyrir og varð í örðu sæti á nýju aldursflokkameti í 16-17 ára flokki en hún hljóp á 6:34;80 sem jafnfram er betri tími en í 18-19 ára aldursflokki.  Í 4x400m boðhlaupi hlupu stelpurnar glæsilega og fengu silfur á tímanum 3:49;14 en sveitina skipuðu; María Rún Gunnlaugsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Í 4x400m boðhlaupi karla settu strákarnir glæsilegt aldursflokkamet í 18-19 ára og hlupu á tímanum 3:19;06, sveitina skipuðu; Ingi Rúnar Kristinsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Snorri Stefánsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson, þeir urðu í 5. sæti.  Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp 200m á 21,78 en því miður var vindur 2,3 en aðeins munaði hársbreidd að hann næði bronsi. Ísland/Danmörk voru með sameiginlegt lið og enduðum við í síðasta sæti með 228,5 stig. Finnar lönduðu sigri í samanlögðu með 419,5 stig, Svíar í öðru með 381,5 stig og Norðmenn með 345 stig. 

FRÍ Author