NM unglinga í fjölþrautum hefst í dag kl. 09:30 á Kópavogsvelli

Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum 22 ára og yngri hefst á Kópavogsvellinum kl. 09:30 í dag. Fyrstu greinar dagsins eru 100m hlaup í flokkum 18-19 ára og 20-22 ára karla og 110m grindahlaup í flokki 17 ára og yngri. Eldri aldursflokkarnir fara síðan í langstökk, en 17 ára og yngri fara í kringlukast. 17 ára og yngri flokkur karla tekur í raun hinn hefðbundna seinni dag þrautarinnar fyrri daginn og öfugt vegna þess að erfitt er að keppa í þremur aldursflokkum í tugþraut á sama tíma. Þá keppir þessi aldursflokkur í 300m hlaupi í stað 400m og 1000m hlaupi í stað 1500m hlaups, aðrar greinar eru eins og í hefðbundinni tugþraut karla.
Uppúr kl. 10. hefst síðan keppni í sjöþraut kvenna og er 100m grindahlaup fyrsta keppnisgreinin þar í öllum aldursflokkum.
 
Hægt verður að fylgjast með keppninni í mótaforritinu hér á síðunni, þar sem úrslit verða færð inn jafnóðum og greinum líkur og uppfærist þá einnig stigastaðan í þrautarkeppnunum eftir hverja grein (sjá stigastaða).
 
www.mot.fri.is (NJCCE U23)

FRÍ Author