Á morgun fer fram Norðurlandameistaramótið innanhúss í Karlstad í Svíþjóð. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku og eigum við tíu keppendur á mótinu. Það verður sýnt frá mótinu á sænsku stöðinni SVT 2 og hefst útsending kl 11:00. Hlekkur að úrslitum má finna hér.
Tímasetningar hjá íslensku keppendunum:
- Daníel Ingi, Þrístökk 10:20
- Vigdís, Lóðkast 11:15
- Ísak Óli, 60m grind. 11:25
- Elías Óli, hástökk 11:30
- Hafdís & Irma, langstökk 11:35
- Guðbjörg Jóna, 60m 12:05
- Kolbeinn Höður, 60m 12:15
- Guðni & Sindri, kúluvarp 12:35
- Kolbeinn Höður, 200m 14:05
- Guðbjörg Jóna, 200m 14:25
*Allar tímasetningar á íslenskum tíma