NM-inni 2016: Hafdís Sigurðardóttir með silfurverðlaun eftir hörku keppni

 Hafdís Sigurðardóttir var að ljúka keppni á NM í Växjö í Svíþjóð þar sem hún náði að tryggja sér silfurverðlaun með sínu síðasta stökki upp á 6,33m sömu  stökklengd og sænska stúlkan Malin Marmbrandt sem sett hafði persónulegt met þegar hún stökk þá vegalengd. Báðar höfðu þær áður stokkið 6,30m og því þurfti að skoða þeirra þriðja lengsta stökk í dag til að úrskurða um silfurverðlaunin. Hafdís átti einnig 6,29m en Malin 6,28m og því Hafdís silfurverðlaunahafinn.  Gullið hlaut sænska stúlkan Khaddi Sagnia með stökki upp á 6,53m. Glæsilegur árangur hjá Hafdísi og Anítu í dag og gull og silfur komið í hús frá okkar íþróttamönnum á mótinu. 

 
 
Mynd frá sjónvarpsútsendingu STV
 
 

FRÍ Author