NM innanhúss í dag

FRÍ á glæsilega fulltrúa í Helsinki í dag þar sem fram fer Norðurlandamót í frjálsíþróttum, Nordenkampen. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Dönum á þessu móti í liðakeppni. Íslensku fulltrúarnir og þeirra keppnisgreinar í tímaröð má sjá hér að neðan.

Keppandi Keppnisgrein Tími
Eva María Baldursdóttir Hástökk 11:00
Hafdís Sigurðardóttir Langstökk 11:05
Guðni Valur Guðnason Kúluvarp 11:35
Hlynur Andrésson 3000m 12:40
Þórdís Eva Steinsdóttir 400m 13:00
Kristján Viggó Sigfinnsson Hástökk 13:00
Kormákur Ari Hafliðason 400m 13:20
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud Kúluvarp 13:30
Ari Bragi Kárason 200m 13:55

Fylgjast má með streymi frá mótinu á vefnum Atletiktv.dk. Úrslit munu birtast jafnóðum inn á vef mótsins hér. Einnig munu birtast myndir á samfélagsmiðlum FRÍ.