Í dag fór fram Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum hér á Íslandi. Ina Halle Haugen og Even Brøndbo Dahl frá Noregi komu fyrst í mark í kvenna- og karlaflokki (9 km). Ina á tímanum 00:32:42 og Even Brøndbo Dahl á tímanum 00:28:03.
Sofia Thørgersen frá Danmörku og Karl Ottfalk frá Svíþjóð komu fyrst í mark í stúlku- og piltaflokki U20 (6 km). Karl Ottfalk á tímanum 00:19:06 og Sofia Thørgersen á tímanum 00:22:10.
Íslenska landsliðið stóð sig vel að vanda, hér má sjá árangur þeirra:
Konur, 9km
- 13. sæti Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) 00:35:49
- 15. sæti Íris Anna Skúladóttir (FH) 00:36:39
- 16. sæti Anna Berglind Pálmadóttir (UFA) 00:37:28
- 17. sæti Íris Dóra Snorradóttir (FH) 00:37:54
- 18. sæti Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) 00:38:13
Karlar, 9km
- 10. sæti Baldvin Þór Magnússon (UFA) 00:28:23
- 16. sæti Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH) 00:31:54
- 17. sæti Snorri Björnsson (FH) 00:32:24
- 18. sæti Búi Steinn Kárason (FH) 00:34:10
Stúlkur U20, 6km
- 14. sæti Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) 00:24:16
- 17. sæti Helga Lilja Maack (ÍR) 00:25:38
- 18. sæti Guðný Lára Bjarnadóttir (FJÖLNIR) 00:27:24
Piltar U20, 6km
- 16. sæti Bjarki Fannar Benediktsson (FH) 00:22:52
- 17. sæti Hilmar Ingi Bernharðsson (ÍR) 00:24:06
- 18. sæti Illugi Gunnarsson (ÍR) 00:24:41
Einnig var liðakeppni en Noregur vann í kvennaflokki, karlaflokki og piltaflokki (U20) en Svíþjóð vann í stúlknaflokki (U20).
Hægt er að sjá heildarúrslit hér.