NM í víðavangshlaupi

Norðurlandameistaramót í víðavangshlaupi fer fram sunnudaginn 7. nóvember í Tullinge, Svíþjóð. Íslendingar eiga fjóra fulltrúa á mótinu. Hlynur Ólason og Andrea Kolbeinsdóttir keppa í fullorðins flokki og hlaupa þau 9 km. Þórólfur Ingi Þórsson og Fríða Rún Þórðardóttir keppa í öldungaflokki og hlaupa þau 7,5 km. 

Fararstjóri er Burkni Helgason.

Upplýsingar um mótið má finna hér.