NM í fjölþrautum hefst á morgun

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

NM í fjölþrautum hefst á morgun

Á morgun hefst keppni á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram í Borås í Svíþjóð. Við eigum þar fjóra keppendur í þremur aldursflokkum.

Ísak Óli Traustason (UMSS) keppir í tugþraut karla en hann hefur verið okkar fremsti þrautarkappi síðustu ár. Ísak á best 7007 stig sem hann náði á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum árið 2019. Ísak varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla fimmta árið í röð í vetur. Keppni hjá honum hefst klukkan 11:20 að íslenskum tíma á laugardag og klukkan 10:00 á sunnudag.

Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) keppir í tugþraut pilta U20 ára. Þorleifur átti glæsilegt innanhússtímabil og bætti sinn persónulega árangur í mörgum greinum. Hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut í flokki U20 ára pilta í vetur. Þetta er fyrsta landsliðsverkefni Þorleifs og fyrsta tugþrautin hans í U20 ára flokki. Keppni hjá honum hefst klukkan 10:45 að íslenskum tíma á laugardag og klukkan 9:15 á sunnudag.

Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í sjöþraut stúlkna U18. Ísold varð Íslandsmeistari í flokki U20 ára í fimmtaþraut í vetur og varð í fjórða sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sjöþraut á síðasta ári. Ísold á best 5124 stig í sjöþraut U18.

Hekla Magnúsdóttir (Ármann) keppir einnig í sjöþraut stúlkna U18. Hekla keppti einnig á Ólympíuhátíð Evópuæskunnar en þá í langstökki. Hekla varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í U18 ára flokki í vetur.

Keppni hjá þeim hefst klukkan 9:20 að íslenskum tíma á laugardag og klukkan 8:00 á sunnudag.

Keppendalista og úrslit má finna hér. Hægt er að fylgjast með streymi hér.

Hér má sjá dagskrá hvers að íslenskum tíma:

Ísak Óli

100 m Laugardag, 11:20
Lang Laugardag, 12:15
Kúla Laugardag, 14:00
Hást Laugardag, 15:40
400 m Laugardag, 17:05
110 m grind Sunnudagur, 10:00
Kringla Sunnudagur, 11:00
Stöng Sunnudagur, 13:15
Spjót Sunnudagur, 16:05
1500 m Sunnudagur, 17:20

Þorlefiur Einar

100 m Laugardagur, 10:45
Lang Laugardagur, 11:20
Kúla Laugardagur, 13:00
Hást Laugardagur, 14:30
400 m Laugardagur, 16:00
110 m grind Sunnudagur, 9:15
Kringla Sunnudagur, 10:00
Stöng Sunnudagur, 11:10
Spjót Sunnudagur, 14:00
1500 m Sunnudagur, 15:30

Ísold og Hekla

100 m grind Laugardagur, 9:20
Hást Laugardagur, 10:00
Kúla Laugardagur 11:20
200 m Laugardagur, 12:45
Lang Sunnudagur, 8:00
Spjót Sunnudagur, 9:00
800 m Sunnudagur, 10:30

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

NM í fjölþrautum hefst á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit