Á morgun hefst NM í fjölþrautum og fer mótið fram í Seinajoki í Finnlandi. Fimm Íslendingar eru skráðir til leiks. Ísak Óli Traustason (UMSS) og Dagur Fannar Einarsson (ÍR) keppa í tugþraut karla. Ísak á best 7007 stig og Dagur á eftir að ná árangri í tugþraut í karlaflokki. Markús Birgisson (Breiðablik) keppir í tugþraut U18 og á hann best 5497 stig. María Rún Gunnlaugsdóttir (FH) keppir í sjöþraut kvenna og á hún best 5562 stig. Ísold Sævarsdóttir (FH) keppir í sjöþraut U18 og á hún best 4357 stig sem er aldursflokkamet í 15 ára flokki. Tímaseðil má finna hér og úrslit má finna hér.