Níu valdir til þátttöku á NM unglinga í Bergen

FRÍ hefur valið níu keppendur til að taka þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára
og yngri, sem fram fer í Bergen um nk. helgi.
 
Neðangreint íþróttafólk hefur verið valið í eftirfarandi keppnisgreinar:
Konur:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni, 100m grindahlaup, 400m hl., langstökk, hástökk og kúluvarp.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR, 100m hl. og 200m hl.
* Íris Anna Skúladóttir Fjölni, 1500m hl. og 2000m hindrunarhl.
* Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH, kringlukast.
* Sandra Pétursdóttir ÍR, sleggjukast.
* Valdís Anna Þrastardóttir ÍR, spjótkast.
 
Karlar:
* Bjarki Gíslason UFA, stangarstökk.
* Sveinn Elías Elíasson Fjölni, 100m hl., 200m hl. og 400m hl.
* Örn Davíðsson FH, kúluvarp, kringlukast og spjótkast.
 
Mótið fer fram á laugardag og sunnudag. Fararstjórnar og þjálfarar í ferðinni
þau Fríða Rún Þórðardóttir unglingalandsliðsþjálfari FRÍ og Pétur Guðmundsson.
 
Heimasíða mótsins: www.nordicmatch.no

FRÍ Author