Níu lið skráð til keppni í 50. Bikarkeppni FRÍ á Laugardalsvelli

Alls eru níu lið skráð til keppni í 50. Bikarkeppni FRÍ sem fram fer á Laugardalsvelli í dag. Liðin eru: Ármann, Breiðablik, FH-A, FH-B, Fjölnir/Afturelding, HSK, ÍR, UFA/UMSE, UMSS.
 
Kvennalið ÍR og karlalið ÍR sigruðu í 49. Bikarkeppni FRÍ árið 2014 og liðið varð þannig bikarmeistari 6. árið í röð.
 
Miðað við styrk A liðs FH er ljóst að liðið er líklegt til afreka og hafa FH-ingar mikinn hug á að taka bikarinn með sér í Hafnarfjörð. Spennandi er að sjá hvort ÍR-ingar eða önnur lið nái að koma í veg fyrir þau áform FH-inga.
 
Keppni hefst á Laugardalsvelli og kastvellinum í Laugardal klukkan 13:00.
 
Fylgjast má með úrslitum á vefnum hér
 
Sem og á Facebook síðu FRÍ hér.

FRÍ Author