Níu landsliðsmenn keppa á sterku GP-móti í Sollentuna í kvöld 5

Níu landsliðsmenn taka þátt í sterku alþjóðlegu móti í Svíþjóð í kvöld. Mótið er hluti af Grand Prix mótaröðinni og er fjöldi sterkra keppenda skráður í mótið, sem fram fer í Sollentuna.
 
Eftirfarandi landsliðsmenn keppa í Sollentuna í kvöld:
* Arnór Jónsson, Breiðablik (100m).
* Björgvin Víkinsson, FH (400m grind).
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, ÍR (100m).
* Jóhanna Ingadóttir, ÍR (langstökk).
* Kristinn Torfason, FH (100m, langstökk).
* Magnús Valgeir Gíslason, Breiðablik (100m).
* Snorri Sigurðsson, ÍR (800m).
* Trausti Stefánsson, FH (400m).
* Þorbergur Ingi Jónsson, ÍR (1500m).
 
Auk þessara níu, þá keppa þeir Björn Margeirsson, FH og Ólafur Konráð Albertsson, ÍR einnig á mótinu í kvöld í 800m hlaupi.
 
Heimasíða mótins er: www.folksamgp.se/sollentunaGP/2009/
 
Fjórir fljótustu menn Íslands í dag keppa í Sollentuna í kvöld, þ.e. meðlimir í 4x100m boðssveit Íslands, en sveitin var aðeins 7/100 úr sek. frá íslandsmetinu í Evrópukeppni landsliða um sl. helgi í Sarajevo (F.v. Arnór Jónsson, Magnús Valgeir Gíslason, Kristinn Torfason og Trausti Stefánsson).

FRÍ Author