Þann 16. maí var undirritaður samstarfssamningur Nike og Frjálsíþróttasambands Íslands til 31. desember árið 2026.
Samstarf okkar við Nike á Íslandi hefur gengið mjög vel og stuðningurinn ómetanlegur fyrir sambandið. Einnig er gaman að fylgjast með þeirri vegferð sem Nike á Íslandi er á og að njóta góðs af í leiðinni. Við hlökkum til að halda áfram þessu frábæra samstarfi,” segir Guðmundur Karlsson, Framkvæmda- og Afreksstjóri FRÍ.
“Við hjá Nike á Íslandi erum afar stolt af því frábæra samstarfi sem við höfum átt við Frjálsíþróttasamband Íslands í gegnum árin og mjög ánægð með að framlengja til næstu ára. Það hefur verið mikill uppgangur í frjálsum íþróttum og gríðarlega mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki og við hjá Nike erum svo sannarlega stolt að geta stutt við bakið á þeim. Það eru heldur betur spennandi tímar framundan og við erum spennt að styðja við FRÍ í komandi verkefnum,” segir Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Deildarstjóri íþróttasviðs hjá Icepharma
Nike er amerískt íþróttavörumerki. Það var stofnað af frjálsíþróttamanninum Phil Knight og þjálfara hans Bill Bowerman í Beaverton Oregon, árið 1964. Í upphafi hét fyrirtækið Blue Ribbon Sports en árið 1971 var nafninu breytt í Nike eins og við þekkjum það í dag. Núna er Nike stærsta íþróttavörumerki í heiminum.