Námskeið um íþróttameiðsl

Miklar kröfur eru gerðar til íþróttafólks í dag. 
Æfinga og keppnisálag hefur aukist og pressan á toppíþróttamenn að keppa og spila er mikil,  ekki sýst þar sem peningar eru í spilinu. Þetta aukna álag veldur því að tíðni íþróttameiðsla er að hækka og hætta á endurteknum meiðslum og álagsmeiðslum vex til muna.
 
En hvernig vita þjálfarar eða íþróttamennirnir sjálfir hvort viðkomandi sé tilbúinn til keppni eða ekki?
 
Í þessum tveggja tíma fyrirlestri mun Einar Einarsson sjúkraþjálfari fjalla um aðferðir til að getuprófa íþróttamenn og meta líkamsástand þeirra. Sjónum verður beint sérstaklega að ökkla og hné og farið yfir próf og helstu æfingar sem hægt er að nota í ástandsmælingar og mat á hreyfigetu og styrk.
 
 
Skráning fyrir 30. október hér: https://www.inna.is/Kennarar/keilir/
Þátttakendur fá sendan greiðsluseðil þegar þeir hafa skráð sig í gegnum meðfylgjandi hlekk. Ef greiðandi er annar en þátttakandi skal þátttakandi greiða seðilinn sjálfur og fá endurgreitt frá þeim sem greiða á námskeiðið (íþróttafélag eða annað). Mikilvægt er að seðillinn sé greiddur fyrir eða á gjalddaga ellegar er litið á sem svo að þátttakandi ætli ekki að mæta á námskeiðið.
 
Nánar um leiðbeinandann á námskeiðinu:
Einar Einarsson, sjúkraþjálfari
Menntun: M.S.c Hreyfivísindi  2006 Aarhus University
 MTc  Liðfræði 2000 University of St. Augustin
 BSc Sjúkraþjálfun Háskóla islands 1991
 Íþróttakennari frá Laugarvatni 1986
 
Einar hefur kennt sjúkraþjálfun í Árósum og í Háskóla Íslands. Í dag starfar hann sem klínískur sérfræðingur hjá KINE og kennir þjálffræði við ÍAK einkaþjálfun.
 
 
Verð á námskeiði: 4.900 krónur
 
 

FRÍ Author