Dómaranámskeið í Borgarnesi

Boðið var upp á að fá titil greinastjóra, þ.e. sitja fyrirlestra um almenna hlutann og einhvern greinaflokkinn, hlaup, stökk eða köst, en einnig að sitja allt námskeiðið og taka próf í lokin og þar með öðlast héraðsdómararéttindi. Allir þrettán þátttakendurnir völdu héraðsdómaraprófið og luku prófi með fullnægjandi árangri og hlutu þar með réttindi sem héraðsdómarar í frjálsíþróttum. Þeir eru eftirfarandi:
 
Ásgeir Ásgeirsson, Umf. Stafholtstungna,
Bjarnheiður Jónsdóttir, Umf. Dagrenningu,
Bjarni Þór Traustason, Umf. Skallagrími
Eiríkur Jónsson, Umf. Skallagrími,
Haukur Þórðarson, Umf. Skallagrími,
Hrafnhildur Grímsdóttir, Umf. Stafholtstungna,
Hrönn Jónsdóttir, Frjálsíþróttafélagi Borgarfjarðar,
Kristín Gunnarsdóttir, Umf. Dagrenningu,
Kristín Amelía Þuríðardóttir, Umf. Skallagrími,
Sólrún Halla Bjarnadóttir, Umf. Íslendingi,
Sveinbjörg Stefánsdóttir, Umf. Skallagrími,
Sæunn Ósk Kjartansdóttir, Umf. Íslendingi,
Unnur Jónsdóttir, Umf. Dagrenningu.
 
FRÍ óskar nýjum héraðsdómurum í frjálsíþróttum til hamingju.

FRÍ Author