Myndir frá frjálsíþróttahitting 9.okt

 Byrjað var á því að fá alla inní fyrirlestra sal og kynna verkefnastjóra hópanna og fara aðeins betur yfir dagskrá dagsins. Síðan var farið yfir í Laugardalshöllina og skipt þeim niður í 7 lið. Þau kepptu síðan í "öðruvísi" greinum en þau eru vön. Keppt var t.d. í sameiginlegu langstökki án atrennu, hanga eins lengi og þau geta, armbeygjur í 1 mín, sippa í 1 mín og fleira. Keppnin tókst vel til og gaman að sjá alla taka þátt.  Einn hópur vann síðan í heildina og það var hópur þar sem Björgvin Víkingsson var fyrirliði. Þau voru með hlutfallslega besta árangurinn.
Nefna má að sumir náði frá 70-100 armbeygjum á mínútu, 1 náði að halda planka í 10,10mín og ein skvísa náði að hanga í meira en 3 mínútur. Skemmtilegar þrautir og góðir árangrar. Skoðið endilega myndirnar og sjáið sjálf.
Hópurinn fór síðan saman í mat á Kaffiteríunni, fengum lasagne og meðlæti. Mjög gott. Seinni hluti dagsins fór síðan í fyrirlestra hjá Hauk Inga sálfræðing, Fríða Rún var með matarkönnun fyrir úrvalshópinn og Silja hlaupadrottning kom og talaði aðeins við úrvalshópinn.
Í lokin var farið aðeins yfir dagskrá næstu vikna og spjallað við hópana.
 
Við viljum þakka kærlega fyrir okkur og hlökkum til að hitta alla aftur seinna í vetur.
 
Kveðja Tóta og Unnur

FRÍ Author