Móttaka til heiðurs Sigurði Haraldssyni

Í vor varð Sigurður Haraldsson fjórfaldur heimsmeistari þegar hann sigraði í lóðkasti, spjótkasti, sleggjukasti og kringlukasti á heimsmeistaramóti öldunga sem fram fór í Póllandi. Sigurður hefur sannað sig og sýnt sem einn allra fremsti frjálsíþróttamaðurinn í sínum aldursflokki.

Stjórn FRÍ hélt í tilefni af þessum einstaka árangri móttöku til heiðurs þessum margfalda heimsmeistara. Við móttökuna veitti Freyr Ólafsson formaður FRÍ Sigurði sérstaka viðurkenningu, óskaði til hamingju með árangurinn og þakkaði Sigurði sérstaklega fyrir að sýna þetta glæsilega fordæmi fyrir frjálsíþróttamenn á öllum aldri.