Mótaskrá ársins 2009 – breytingar á dagsetningum innanhússmóta

Stjórn FRÍ hefur samþykkt þrjár breytingar á mótaskrá FRÍ vegna innanhússmóta 2009. Þessar breytingar eru til komnar vegna samkomulags um að frjálsíþróttamót njóti forgangs í Laugardalshöllinni í janúar og febrúar ár hvert.
Þær breytingar sem voru samþykktar eru:
 
1. MÍ í fjölþrautum fari fram 14.-15. Febrúar (var sett á 21.-22. Feb.).
2. Bikarkeppni FRÍ fari fram 21. Feb. (var sett á 28. Feb.).
3. MÍ 11-14 ára fari fram 28.feb.-1. Mars. (var sett á 7.-8. Mars).
 
Hægt er að skoða mótaskrá ársins 2009 hér á síðunni, en í henni er að finna öll helstu mót innanlands og erlendis á næsta ári.

FRÍ Author