Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.
Nú eru svæðismeistaramótin í Bandaríkjunum í fullum gangi og við Íslendingar áttum fjóra keppendur á þremur mismunandi meistaramótum og þar á meðal einn svæðismeistara. Guðni varð annar á kastmóti í Svíþjóð.
Stjórn FRÍ, starfsfólk, leiðtogar og lykilfólk úr hreyfingunni kom saman á FRÍ-daginn 7. maí, til að vinna að stefnumótun FRÍ á ýmsum sviðum til ársins 2030.
Á fundi borgarráðs 5. maí lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg taki þátt í að fjármagna hönnun á þjóðarleikvangi í frjálsíþróttum í samræmi við skýrslu starfshóps um málefnið. Gert er ráð fyrir að viðauki við fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar verði unninn þegar kostnaðaráætlun fyrir hönnunina liggur fyrir.
Þann 28. maí fer fram boðsmótið Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ á Selfossvelli. Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki mun keppa ásamt sterkum erlendum keppendum. Vésteinn Hafsteinsson, fyrrum Íslandsmethafi í kringlukasti, mætir með strákana sína, Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kastaði einnig lengst allra í kúluvarpi á Alumni Muster í College Station, Texas. Erna varpaði kúlunni 17,17 metra og er þetta í fjórða skiptið í ár sem Erna kastar yfir 17 metra.
Þau eru ófá tækifærin hjá okkur í frjálsíþróttahreyfingunni. Byrinn er með okkur nú að nýloknu FRÍ þingi, á afmælisári FRÍ, kófinu létt! Ný stjórn FRÍ stefnir hátt og langt og horfa lengra en til næsta viðburðar.
Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) bætti um helgina aldursflokkamet í 100 metra hlaupi 15 ára pilta. Hann kom í mark á tímanaum 11,27 sek. (-1.1) en fyrra metið var 11,28 sek. sem Kolbeinn Höður Gunnarsson setti árið 2010.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Sumarleikar HSÞ
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit